Brýnt að nýr Landspítali tefjist ekki

M.a. er deilt um hvort byggja eigi framan við aðalbyggingu …
M.a. er deilt um hvort byggja eigi framan við aðalbyggingu Landspítalans eða ekki. mbl.is/Hjörtur

Brýnt þjóðþrifa­mál er að nýr Land­spít­ali verði byggður og hætt­an er sú að frek­ari rök­ræður um út­færslu hans verði til að tefja að af því verði. Þetta seg­ir for­seti lækna­deild­ar Há­skóla Íslands. Hann tel­ur eng­in rök hafa komið fram sem vegi nógu þungt til að hverfa frá því skipu­lagi sem er á borðinu.

„Aðal­atriðið er að þetta er mjög brýnt þjóðþrifa­mál og það væri al­var­legt að fresta þessu. Ef þetta frest­ast um fleiri ár verðum við kom­in í mik­il vand­ræði með þess­ar gömlu bygg­ing­ar, sem eru orðnar úr­elt­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Þor­geirs­son, for­seti lækna­deild­ar Há­skóla Íslands.

Deilt um bygg­inga­magn og ásýnd 

Nokkuð hef­ur verið rætt und­an­farið um þá til­lögu sem nú er á borðinu um bygg­ingu nýs Land­spít­ala og hafa full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn m.a. gagn­rýnt bygg­inga­magnið sem áætlað er og segja það allt of mikið. Þá hef­ur efa­semda gætt meðal lækna, þ.á m. hjá Páli Torfa Önund­ar­syni, yf­ir­lækni á Land­spít­al­an­um, sem tel­ur um­fang nýs spít­ala skaða borg­ar­lands­lagið og hægt væri að ná sömu mark­miðum um nýj­an spít­ala með minna bygg­inga­magni á efri hluta lóðar­inn­ar við Hring­braut. 

Guðmund­ur seg­ir að rök­ræður um ásýnd nýs spít­ala eigi rétt á sér en tel­ur ekk­ert í þeirri gagn­rýni sem fram hef­ur komið þess eðlis að breyta eigi af leið úr því sem komið er. „Ég skil al­veg rök­in sem eru sett fram í spurn­ing­unni um staðsetn­ingu á lóðinni. Gamli spít­al­inn er gull­fal­leg bygg­ing og all­ir eru sam­mála því að mik­il­vægt sé að passa upp á ásýnd hans. En ég tel að arki­tekt­arn­ir sem unnu sam­keppn­ina hafi fundið lausn sem ég er mjög sátt­ur við og að bakka út úr því núna, það þarf bara miklu þyngri rök til að þess að það sé rétt­læt­an­legt.“

Starf­sem­in sem fyr­ir er rask­ist ekki

Guðmund­ur tel­ur að bygg­inga­magnið sem áætlað er rúm­ist vel á lóðinni. Hug­mynd­ir um að byggja ekki fyr­ir fram­an gömlu aðal­bygg­ing­una eigi rétt á sér en hafi líka sína ókosti. „Það sem skipt­ir máli er að fá starf­hæf­an fyrsta áfanga sem fyrst og að upp­bygg­ing hans raski ekki þeirri starf­semi sem er fyr­ir. Útfærsl­an á eft­ir lóðinni er mjög aðgangs­hörð gagn­vart þeirri starf­semi sem er fyr­ir, það myndi þrengja mjög að henni, þótt það væri ekki ómögu­legt.“

Þá ít­rek­ar Guðmund­ur að staðsetn­ing­in við Hring­braut sé lang­heppi­leg­ust. Bæði vegna nánd­ar við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skóla Íslands, sem sé nauðsyn­leg til að LSH standi und­ir nafni sem há­skóla­sjúkra­hús, og vegna þess að mun kostnaðarsam­ara væri að byggja ann­ars staðar, enda mest af not­hæf­um bygg­ing­um við Hring­braut.

Nú­ver­andi skipu­lag býður hætt­unni heim

Fyrst og fremst legg­ur Guðmund­ur þó áherslu hve tíma­bær bygg­ing nýs spít­ala sé orðin. Hann seg­ist ekki geta lagt mat á hversu mikið málið myndi tefjast með því að út­færa nýja hug­mynd á lóðinni, en ótt­ast að það myndi fresta bygg­ing­unni það mikið að í ógöng­ur stefni.

„Við meg­um ekki við því. Ef við frest­um því að byggja nýj­an spít­ala þarf að fara í mjög kostnaðarsam­ar end­ur­bæt­ur á nýju bygg­ing­un­um því skipu­lagið þar er kol­ómögu­legt. Við erum með fullt af fjöl­býl­is­stof­um ennþá, fjór­býli þar sem er ekk­ert kló­sett. Ef það kem­ur upp sýk­ing á svona stofu er það óvinn­andi fyr­ir sjúk­ling­ana og ör­yggi þeirra, en líka mjög kostnaðarsamt. Það er rán­dýrt ef al­var­leg bakt­ería nær ból­festu á sjúkra­húsi, en það skipu­lag sem við búum við býður þeirri hættu heim.

„Við get­um ekki farið að hringla mikið í þessu. Ein­hvern tíma verðum við að hafa staðfestu til að bíta á jaxl­inn og segja: Við erum búin að taka þessa ákvörðun og verðum að standa við það.“

Af­greiðslu til­lög­unn­ar að nýj­um Land­spít­ala var í dag frestað í skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar, aðra vik­una í röð. 

Á þessari mynd sést áætlað byggingarmagn nýs Landspítala samkvæmt þeim …
Á þess­ari mynd sést áætlað bygg­ing­ar­magn nýs Land­spít­ala sam­kvæmt þeim áform­um sem nú eru rædd.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert