Dómari sagði sig frá Icesave

Per Christiansen.
Per Christiansen.

Einn þriggja dómara við EFTA-dómstólinn óskaði eftir því í desember síðastliðnum að víkja sæti í umfjöllun dómsins um Icesave-málið vegna vanhæfni samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum.

Dómarinn, Per Christiansen, tók sæti í EFTA-dómstólnum í byrjun árs 2011 en áður hafði hann gegnt stöðu lagaprófessors við háskólann í Tromsø í Noregi. Sem lagaprófessor hafði hann tjáð sig í fjölmiðlum um Icesave-málið.

Á heimasíðu EFTA-dómstólsins er tilkynning Christiansens tímasett 21. desember síðastliðinn. Í stað hans mun varadómari af hálfu Norðmanna dæma í málinu. Vakin var athygli á mögulegri vanhæfni Christiansens til þess að dæma í Icesave-málinu í frétt í Morgunblaðinu 22. júní á síðasta ári og síðan aftur 14. desember síðastliðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert