Evrópuþingið styður aðild Íslands að ESB

Þinghús ESB í Strasbourg. Evrópuþingið.
Þinghús ESB í Strasbourg. Evrópuþingið. Ljósmynd/JPlogan

Evr­ópuþingið samþykkti í dag álykt­un þar sem lýst er yfir stuðningi við aðild Íslands að sam­band­inu. Fram kem­ur í álykt­un­inni að þó að deil­an um Ices­a­ve sé enn óleyst eigi það ekki að hafa áhrif á hugs­an­lega aðild Íslands að ESB.

Evr­ópuþingið samþykkti einnig álykt­un um aðild Makedón­íu og Bosn­íu Her­segóvínu að sam­band­inu. Í álykt­un­inni seg­ir að of litl­ar fram­far­ir hafi orðið í Bosn­íu Her­segóvínu í þeim mál­um sem ESB hafi lagt áherslu á.

Í álykt­un Evr­ópuþings­ins seg­ir að þing­inu sé kunn­ugt um að aðild Íslands að ESB sé póli­tískt deilu­mál á Íslandi, en það voni að Ísland verði aðili að sam­band­inu. Ísland sé eitt af elstu lýðræðis­ríkj­um í Evr­ópu. Fram kem­ur að þingið sé ánægt með það sem Ísland hafi gert til að upp­fylla kröf­ur ESB.

Í skýrslu um aðild­ar­viðræðurn­ar við Ísland seg­ir að viðræðurn­ar þró­ist í rétta átt. Auk­inn þungi hafi færst í viðræðurn­ar á síðasta ári. Þingið líti svo á að ágrein­ing­ur um Ices­a­ve eigi ekki að koma í veg fyr­ir að Ísland geti orðið aðili að ESB. Tekið er fram að enn hafi ekki náðst sam­komu­lag milli Íslands og ESB um veiðar á mak­ríl og einnig sé ágrein­ing­ur um hval­veiðar sem séu óheim­il­ar í ESB. Þingið seg­ir að vinna verði meira í viðræðum um rík­is­af­skipti, einkum í banka­kerf­inu, orkuiðnaði og í flutn­inga­starf­semi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert