Greiðsla Icesave forsenda ESB-aðildar

Breski Evr­ópuþingmaður­inn Mar­ina Yanna­kou­dakis seg­ir það „óyf­ir­stíg­an­lega hindr­un“ í vegi þess að Ísland geti gengið í Evr­ópu­sam­bandið að Íslend­ing­ar hafi ekki greitt Bret­um vegna Ices­a­ve-inni­stæðureikn­ing­anna. Þetta kem­ur fram í grein eft­ir þing­mann­inn sem birt­ist í dag á vefn­um Pu­blic Service Europe.

Yanna­kou­dakis, sem sit­ur á Evr­ópuþing­inu fyr­ir breska Íhalds­flokk­inn, seg­ir Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og leiðtoga flokks­ins, vera sam­mála þess­ari af­stöðu sinni og vitn­ar í þau orð hans að nota ætti aðild­ar­viðræður ESB við Ísland til þess að tryggja að Íslend­ing­ar greiddu fyr­ir Ices­a­ve.

„Það að nota stækk­un­ar­viðræðurn­ar [við ís­lensk stjórn­völd] er núna besta leiðin til þess að tryggja end­ur­greiðslur frá Íslandi. Og, þegar allt kem­ur til alls, vill ESB virki­lega nýj­an meðlim sem stend­ur ekki við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar?“ spyr Yanna­kou­dakis.

Hún seg­ist af þess­um ástæðum hafa greitt at­kvæði gegn álykt­un sem samþykkt var á Evr­ópuþing­inu í dag þar sem lýst er yfir stuðningi við aðild Íslands að ESB og sagt að Ices­a­ve-deil­an megi ekki koma í veg fyr­ir aðild Íslands að sam­band­inu.

Í álykt­un­inni kem­ur þess utan einnig fram að mjög skipt­ar skoðanir séu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á Íslandi en Evr­ópuþingið voni að landið muni ganga í sam­bandið. Þá sé þingið ánægt með ár­ang­ur Íslands við að upp­fylla staðla Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hins veg­ar deili Ísland og ESB enn um mak­ríl­veiðarn­ar og auk þess hval­veiðar en þær síðar­nefndu séu bannaðar inn­an sam­bands­ins.

Þess má geta að áður en Ísland get­ur orðið aðili að ESB þurfa öll ríki sam­bands­ins að samþykkja aðild­ina og þar á meðal Bret­ar.

Grein Mar­ina Yanna­kou­dakis

Frétta­til­kynn­ing frá Evr­ópuþing­inu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert