Eldur í röraverksmiðjunni Seti

Gríðarlegur eldur er kominn upp í plaströraverksmiðjunni Seti á Selfossi. Verksmiðjan stendur við Eyraveg. Mikinn reyk leggur yfir nærliggandi hús og vinnur slökkvilið að því að verja næstu hús við verksmiðjuna.

Að sögn sjónarvotts stíga eldurtungur hátt til himins en eldurinn er í stórri skemmu röraverksmiðjunnar. Tilkynning um eldsvoðann barst rétt fyrir kl. 13.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ekki enn sent mannskap austur en málið er í skoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka