Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Skjálftakort.
Skjálftakort. Mynd/Veðurstofa Íslands

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg í kvöld, flestir um tveir að stærð en sá stærsti 2,7 stig. Skjálftarnir eru á um ellefu kílómetra dýpi.

Frá klukkan 20.30 í kvöld hafa tíu jarðskjálftar mælst en hrinan stendur enn yfir. Þeir mælast um 3-5 km NV af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert