Ekkert bólar á því að ríkisstjórnin ætli að leiðrétta þá miklu kjaraskerðingu, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum, að því er segir í ályktun kjaranefndar Félags eldri borgara.
„Kjaranefnd Félags eldri borgara krefst þess að þessi kjaraskerðing verði leiðrétt strax og þar á meðal að afturkölluð verði nú þegar kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 1. júlí 2009. Í lögum um málefni aldraðra segir að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.
Það er búið að afturkalla kjaraskerðingu ráðherra, þingmanna og embættismanna en ekki kjaraskerðingu lífeyrisþega. Þessi mismunun er brot á umræddu ákvæði í lögunum um málefni aldraðra. Kjaranefnd krefst þess að þessi mismunun verði þegar leiðrétt.“