Framkvæmdagleði í Rangárþingi

Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur úthlutað 4 íbúðahúsalóðum á Hvolsvelli til einstaklinga og fyrirtækja. Þá eru ferðaþjónustuaðilar að byggja og fjölga gistirýmum eins og í Skálakoti þar sem er verið að byggja hótel og sömu sögu er að segja frá Skógum en þar er verið að byggja hótel í gamla barnaskólanum.

Þetta kemur fram á fréttavef DFS- Fréttablaðs Suðurlands.

 „Við finnum að vorið er á næsta leyti og því fylgir aukin framkvæmdagleði og jákvæðni á meðal íbúa og gesta okkar sem við vissulega gleðjumst yfir,“ segir Guðlaug Ósk Svansdóttir, starfandi sveitarstjóri í Rangárþingi eystra í samtali við DFS.

Í skipulaginu er meðal annars gert ráð fyrir bættu aðgengi fyrir ferðamenn, eins og t.d. nýjum vegi upp á Fimmvörðuháls og stiga og útsýnispalli við Skógafoss.  Að Skógum koma hátt í 300.000 erlendir ferðamenn á ári hverju og einnig mikill fjöldi innlendra ferðamanna, segir í frétt DFS.

Frétt DFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert