Skilaði sér ekki í neyðarlögunum

Saksóknari Alþingis Sigríður J. Friðjónsdóttir, varasaksóknari Helgi Magnús Gunnarsson og …
Saksóknari Alþingis Sigríður J. Friðjónsdóttir, varasaksóknari Helgi Magnús Gunnarsson og verjandi Geirs Andri Árnason. mbl.is/Hjörtur

Sam­ráðshóp­ur stjórn­valda um fjár­mála­stöðug­leika sem starfaði í aðdrag­anda banka­hruns­ins var eini vett­vang­ur­inn þar sem verið var að vinna ein­hverja und­ir­bún­ings­vinnu ef illa færi í ís­lenska fjár­mála­kerf­inu. Þetta kom fram í mál­flutn­ingi Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur, sak­sókn­ara Alþing­is, fyr­ir Lands­dómi í dag.

Hún sagði að sam­ráðshóp­ur­inn hefði átt að vinna ein­hverja grein­ingu á stöðunni þar sem dregn­ar hefðu verið upp ýms­ar sviðsmynd­ir og hvað þær þýddu fyr­ir ríkið sem aft­ur hefði verið for­senda þess að hægt væri að setja sam­an viðbúnaðaráætl­un.

Fram kom hjá Sig­ríði að rætt hafi verið ít­rekað um það inn­an sam­ráðshóps­ins að setja sam­an slíka áætl­un en það hafi hins veg­ar aldrei orðið af því. Þetta hafi verið „ákaf­lega erfið fæðing.“ Skipt­ar skoðanir hafi verið inn­an hóps­ins um það með hvaða hætti hann ætti að beita sér og þá hafi verið ótti inn­an hans við að setja fjár­mála­kerfið í upp­nám.

Sig­ríður sagði að vinna sam­ráðshóps­ins hafi verið ómark­viss og einkum vegna þess að það hafi skort aðkomu stjórn­valda. Eng­in svör hafi feng­ist frá þeim um það til hvers þau ætluðust af hópn­um og hverju hann skilaði af sér. Ráðherr­ar hafi aldrei sest yfir gögn frá hópn­um og mótað ein­hverja stefnu út frá þeim. Hún sagði að það hafi verið á ábyrgð Geirs sem for­sæt­is­ráðherra að sjá til þess að vinna sam­ráðshóps­ins skilaði ár­angri.

Þá lagði Sig­ríður áherslu á að gögn máls­ins sýndu að ekki væri hægt að segja að vinn­an inn­an sam­ráðshóps­ins hafi skilað sér í neyðarlög­un­um sem sett voru þegar banka­hrunið skall á. Sú vinna hefði fyrst og síðast farið fram um helg­ina fyr­ir hrunið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert