„Brot á góðri ráðsmennsku“

Andri Árnason verjandi Geirs H. Haarde í landsdómi í dag
Andri Árnason verjandi Geirs H. Haarde í landsdómi í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Í skrifum fræðimanna hefur þetta verið nefnt ráðsmennskubrot eða brot á góðri ráðsmennsku,“ sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, um ákæruatriðin á hendur honum, en nú fer fram málflutningur verjanda.

„Þau refsiákvæði sem eru hér til umfjöllunar kveða á um að ráðherra verði sekur eftir lögunum ef hann framkvæmir nokkuð sem stofnar heill ríkisins í hættu, t.d. ef hann lætur vera að afstýra slíkri hættu,“ sagði Andri.

Hann sagði að margt hefði verið ritað um að þetta væri nokkuð matskennt og vísaði í rit Ólafs Jóhannessonar í þessu sambandi.

„Alþingi verður að gera sér grein fyrir því áður en það samþykkir málshöfðun, að þarna er beinlínis verið að tefla fram matskenndu ákvæði,“ sagði Andri.

Andri sagði að ákærumeðferðin hefði ekki verið hugsuð til enda og ekki viðeigandi samhengi í því hverjir væru ákærðir og hverjir sættu rannsókn varðandi ábyrgð á hruninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka