Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi, fer fram á að Geir verði sýknaður af öllum ákærum á hendur honum. Málflutningur verjandans hófst nú klukkan níu. Áætlað er að málflutningur standi fram eftir degi.
Sagði Andri í upphafi máls síns að ekki hafi verið ástæða til þess að ákæra í málinu yfir höfuð. Þeir ákæruliðir sem eftir standi gegn honum hafi alls ekki verið á ábyrgð fyrrverandi forsætisráðherra. Ekki sé gert ráð fyrir í lögum að forsætisráðherra beri refsiábyrgð fyrir hönd annarra ráðherra.