Aðeins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti þegar Al-Thani-málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hinir sakborningarnir, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, létu ekki sjá sig.
Í þinghaldinu í dag er tekist á um það hvort verjendur fái afrit af mynd- og hljóðdiskum sem hafa að geyma skýrslutökur yfir sakborningum. Verjendur krefjast þess en ákæruvaldið vill ekki láta diskana af hendi, af ótta við að þeir leki út frá verjendum.
Allir eru mennirnir ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun eða hlutdeild í umboðssvikum og markaðsmisnotkun.