Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók sama steng og formaður flokksins í ávarpi sínu á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þannig gagnrýndi hún „sundurlyndi og ístöðuleysi stjórnarflokka og leynimakk við meðferð rammaáætlunar.“ Hún sagði að helsta verkefni Sjálfstæðisflokksins væri að „koma íslensku þjóðinni út úr þeim ógöngum sem vinstristjórn hefur bakað henni.“
Ólöf sagði flokksráðsfundinn marka upphafið að kosningabaráttu sjálfstæðismanna fyrir komandi kosningar. Hún talaði um hagvöxt sem byggður væri á lofti og var sammála Bjarna um alvöru ástandsins sem nú ríkir hér á landi. Hún sagði nýbirtar tölur Hagstofunnar gefa til kynna að störfum í landinu hafi ekkert fjölgað. „Jóhanna Sigurðardóttir hefur lofað mörg þúsund störfum og þegar hún var á dögunum innt eftir skýringum á af hverju þetta hefði ekki gengið eftir var hennar eina svar var að þau hefðu komið fólki af atvinnuleysisskrá yfir í nám.“
Ólöf ræddi fjölskyldurnar í landinu: „Blákaldur sannleikurinn er að stöðnunin á vinnumarkaði bitnar á venjulegum fjölskyldum, sama hvað menntun þeirra er mikil. Enginn vill búa í landi þar sem hann fær ekki vinnu við hæfi.“
Þá fór hún yfir það sem hún kallaði „frostavetur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur“ og krafðist þess að þjóðin yrði leyst undan „ofríki Jóhönnu og Steingríms“ og sagði að þeirra metnaður væri að sitja fast á stólum sínum hvað sem það kostaði.
Eins og Bjarni sagði Ólöf að mikilvægt væri að horfa til framtíðar. „Við verðum og eigum að tala um framtíðina. Við megum ekki falla í gildru samræðustjórnmála og halda að hlutverk stjórnmanna sé eingöngu að tala.“
„Hér á Íslandi er hægt að skapa gott og gjöfult líf, framtíðin og bjartsýnin er handan við hornið." sagði Ólöf.
Ólöf sagði að heimilin ráði ekki við skuldir sínar og sagði „ótrúlegt að stjórnarflokkarnir skuli ekki vilja taka undir tillögur Sjálfstæðisflokks um að lækka álögur á bensín sem myndu hafa bein áhrif á heimilin í landinu.“ Ofan á haftabúskap bætist svo atvinnuleysi og samdráttur á vinnumarkaði.
Um skuldamálin hafði Ólöf það að segja að „úrræðaleysið er algjört, stjórnarmenn hafa sóað tímanum og sent heimilunum reikninginn. Þeir fjámrunir sem við verjum í þessu tilliti verða að koma heimilunum að gagni.“
Hún hélt áfram: „Við höfum aflað gagna um skuldastöðu heimilanna. Þau úrræði sem gripið hefur verið til eru ómarkviss og nánast ónothæf. 110% leiðin hefur alls ekki skilað tilskildum árangri hjá Íbúalánasjóði, niðurstaðan er sú að úrræðið er gagnslítið, skilyrðin eru of ströng.“
Hún sagði að hluti lánasafna fjármálastofnana sé mjög laskaður og fullkomlega óraunhæft að náist að hala þau lán inn a fullu. Ennfremur sagði hún að vandinn væri mestur hjá ungu barnafólki og að „við verðum að ná til þessa fólks og hjálpa þeim, enda er þetta sú kynslóð sem mun bera landið uppi í framtíðinni.“
Hún sagði að það þyrfti að ganga legnra í að hleypa fólki út úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. „Þeir sem eru fastir hjá íbúðalaánasjóði eiga að komast í þá stöðu að hafa val.“
Ólöf lauk ræðu sinni á að segja „Ekki gleyma að því að við værum ekki í þessum sporum með fjölda skuldsettra fjölskylda ef hagvöxtur væri til staðar í landinu, ef strax í upphafi hefði verið tekin rétt stefna. Það þarf að lækka skatta og álögur á heimilin, það þarf að ná töku á verðbólgunni og auka framleiðslu í landinu. Fjórðung af verðbólgunni má rekja til opinberra gjalda og það er forgengilegt.“