Kristján Þór annar varaformaður

Kristján Þór Júliusson.
Kristján Þór Júliusson. Skapti Hallgrímsson

Kristján Þór Júliusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var í dag kjörinn annar varaformaður Sjálfstæðisflokks. Kjósa þurfti tvisvar þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta og í síðara skiptið á milli Kristjáns Þórs og Geirs Jóns Þórissonar. Kristján Þór hlaut 167 atkvæði en Geir Jón 117.

Atkvæði greiddu 292 og átta seðlar voru auðir eða ógildir. 

Í fyrri umferð hlaut Kristján Þór 132 atkvæði eða 43,1 prósent atkvæða. Geir Jón kom næstur með 67 atkvæði, og í þriðja sæti varð Jens Garðar Helgason með 63 atkvæði. Aldís Hafsteinsdóttir rak svo lestina með 42 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert