Sjálfstæðismenn byrjaðir í baráttu

Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir ef marka má þann tón sem sleginn …
Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir ef marka má þann tón sem sleginn var á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Morgunblaðið/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við upphaf flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins í morgun að fundurinn markaði upphafið að kosningabaráttu flokksins. Hann benti á að fylgi flokksins væri um þessar mundir meira en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna beggja.

Á fundinum verður kosið í embætti 2. varaformanns og í allar málefnanefndir flokksins.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni að öll ríki sem vildu lækka skuldir sínar legðu áherslu á hagvöxt „nema Ísland ef marka má orð Svandísar Svavarsdóttur sem sagði á flokkráðsfundi Vinstri Grænna að endalaus hagvöxtur væri leið mannkyns til glötunar“.

Dagskrá flokksráðsfundarins er á þá leið að úrslit kosningar til málefnanefnda og 2. varaformanns verða kynnt, svo taka við ávörp formanna LS, SES, SUS og verkalýðsráðs og að lokum pallborð forystu Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert