Stundvísi hjá Iceland Express hefur batnað verulega að undanförnu. Síðustu sex vikur hefur aðeins þremur brottförum Iceland Express frá Keflavík seinkað. Komur til landsins eru líka langoftast á tíma.
Þetta kemur fram í frétt á vefnum turisti.is. Þessi niðurstaða er mikil breyting frá síðasta sumri þegar vel innan við helmingur ferða fyrirtækisins hélt áætlun samkvæmt stundvísitölum Túrista.
Þá voru ferðir Iceland Express um hundrað og fimmtíu á viku en eru nú tæplega tuttugu.
Hjá Icelandair er það áfram þannig að ferðir til útlanda eru nær alltaf á tíma en komur til landsins tefjast oftar. Á fyrrihluta þessa mánaðar komu sex af hverjum tíu vélum á tíma til Keflavíkur en 87 prósent fóru þaðan samkvæmt áætlun.