Tvennar kosningar á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks

Jónmundur Guðmarsson.
Jónmundur Guðmarsson. mbl.is/Kristinn

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman á fundi í Turninum í Kópavogi klukkan 8:30 í dag. Um er að ræða tímamótafund en á honum munu fara fram tvennar kosningar í tengslum við nýsamþykktar skipulagsreglur flokksins, en þær tóku gildi á landsfundi flokksins síðasta haust.

„Í fyrsta lagi er verið að kjósa í fyrsta sinn í embætti 2. varaformanns flokksins, sem varð til með þessum nýju skipulagsreglum, og í annan stað er einnig verið að kjósa í allar málefnanefndir flokksins,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og bætir við að málefnanefndirnar muni samkvæmt nýju reglunum endurspegla fastanefndir Alþingis.

Að sögn Jónmundar hafa fjórir einstaklingar, þau Kristján Þór Júlíusson, Jens Garðar Helgason, Aldís Hafsteinsdóttir og Geir Jón Þórisson, sérstaklega gefið kost á sér í embætti 2. varaformanns, en tæknilega séð eru þó allir fundarmenn í kjöri til embættisins. „Þegar ég vék af skrifstofunni áðan þá höfðu rétt um 300 manns skráð sig til þátttöku á fundinum, þannig að það er býsna góð mæting,“ sagði Jónmundur í gær, aðspurður hvort hann ætti von á góðri mætingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert