Vill frekar fjárfesta í Kanada

Áformað er að reisa kísilverið í Helguvík, en þar er …
Áformað er að reisa kísilverið í Helguvík, en þar er líka unnið að því að reisa álver. mbl.is/Golli

Ástæða þess að framkvæmdir við kísilver í Helguvík eru ekki hafnar er sú að einn eignaraðila Íslenska kísilfélagsins, bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, er að reyna að kaupa kísilver í Kanada og dregur því lappirnar í málinu á meðan.

Kanadíska fyrirtækið Timminco hefur rekið kísilver í Quebec í Kanada sem heitir Bécancour. Kísilverið varð gjaldþrota í janúar, en Globe hefur áhuga á að eignast það og halda áfram rekstri. Þetta veldur því að fyrirtækið hefur ekki verið tilbúið til að taka endanlega ákvörðun um fjárfestingar í Helguvík.

Globe á 20% í Kísilfélaginu en Tomahawk Development á Íslandi, sem unnið hefurundanfarin fimm ár að því að reisa kísilver í Helguvík, á 80%.

Stjórnendur Tomahawk hafa enn fulla trú á því á af verkefninu í Helguvík verði. Samningar um verkefnið séu enn í fullu gildi og mikill áhugi á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert