Laun í Arion banka hækkuðu um 9,3%

Arion banki.
Arion banki. Árni Sæberg

Meðallaun starfsmanna Arion banka hækkuðu um 9,3% á síðasta ári, og jókst launakostnaður bankans um rúm 20%. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þá kom fram að aukinn launakostnað mætti rekja til kostnaðar við fækkun stöðugilda, launa starfsmanna dótturfyrirtækja og launahækkana. Meðallaun starfsmanna bankans hækkuðu um 9,3% á síðasta ári, en til samanburðar má nefna að laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 6,7% á sama tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert