Vara við versnandi veðri

Veður fer versn­andi, einkum um landið vest­an­vert, síðdeg­is. Í til­kynn­ingu frá veður­fræðingi Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að það hvessi og þá nái að hlána á lág­lendi eft­ir snjóm­uggu um miðjan dag­inn.

Gera má ráð fyr­ir hríðarkófi á flest­um fjall­veg­um frá Hell­is­heiði og Lyng­dals­heiði í suðri, vest­ur um og norður á Vatns­skarð og Þver­ár­fjall í kvöld.

Bú­ast má við snörp­um vind­hviðum við fjöll á Suður- og Vest­ur­landi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert