Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins

Hjálpræðisherinn hefur í gegnum árin aðstoða utangarðsfólk í Reykjavík.
Hjálpræðisherinn hefur í gegnum árin aðstoða utangarðsfólk í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Full­trúi VG í vel­ferðarráði Reykja­vík­ur­borg­ar lýsti and­stöðu við það á fundi í ráðinu fyrr í mánuðinum að borg­in væri að „beina utang­arðsfólki í aukn­um mæli í dag­set­ur á veg­um gild­is­hlaðinna lífs­skoðun­ar­sam­taka“.

Meiri­hluti Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar hef­ur lagt fram til­lög­ur um aukna þjón­ustu við utang­arðsfólk. Til­lög­urn­ar fela m.a. í sér að sett verður á stofn fær­an­legt teymi borg­ar­varða, sam­starf við Reykja­vík­ur­deild Rauða kross Íslands verður aukið og Dag­setrið verður eflt, en setrið var stofnað árið 2007 og er rekið af Hjálp­ræðis­hern­um. Vel­ferðarráð hef­ur samþykkt til­lög­urn­ar, en þær kosta um 40 millj­ón­ir króna.

Þor­leif­ur Gunn­laugs­son, full­trúi VG í vel­ferðarráði, lét bóka að hann fagnaði auk­inni þjón­ustu við utang­arðsfólk. Fær­an­legt teymi fag­fólks úr röðum starfs­manna borg­ar­inn­ar, sam­vinna við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og Reykja­vík­ur­deild Rauða kross Íslands ætti tví­mæla­laust eft­ir að auka lífs­gæði margra úr röðum þeirra sem telj­ast utang­arðs. „Það er þó miður að Reykja­vík­ur­borg skuli jafn­hliða þess­ari ákvörðun kjósa að beina utang­arðsfólki í aukn­um mæli í dag­set­ur á veg­um gild­is­hlaðinna lífs­skoðun­ar­sam­taka. Full­trúi Vinstri grænna hef­ur ekk­ert við sjálf­boðastarf Hjálp­ræðis­hers­ins að at­huga en tel­ur ekki ásætt­an­legt að verið sé að veita fjár­magn og fag­lega aðstoð af hálfu borg­ar­inn­ar til úrræðis á þeirra veg­um þegar aðrir kost­ir eru ekki fyr­ir hendi. Vandi flestra ef ekki allra sem telj­ast til utang­arðsfólks er heil­brigðis­vandi sem taka á sömu tök­um og önn­ur heil­brigðis­vanda­mál en ekki í anda trú­boðasjúkra­skýla liðinna alda.“

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í ráðinu gagn­rýndi að eng­in þarfagrein­ing hefði verið lögð fram áður en ákveðið hefði verið að leggja 40 millj­ón­ir í þetta verk­efni. Frá­leitt væri að samþykkja fjár­veit­ing­una án ít­ar­leg­ar skoðunar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert