Er enn haldið sofandi

mbl.is/Hjörtur

Karlmaður um sextugt liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri árás á lögmannsstofu í Reykjavík fyrir tveimur vikum, hinn 5. mars.

Þær upplýsingar fengust frá lækni á gjörgæsludeild Landspítalans að ástand mannsins væri svipað og áður og „eftir atvikum þokkalegt“.

Honum er enn haldið sofandi en er ekki lengur í öndunarvél.

Maðurinn var fluttur á spítalann með mikla stunguáverka og var árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. apríl.

Hann hefur játað verknaðinn og verður gert að sæta geðrannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert