Útköllum vegna ferðamanna fjölgar

Björgunarmenn að störfum á Vatnajökli um helgina.
Björgunarmenn að störfum á Vatnajökli um helgina.

Björgunarsveitir á öllu landinu finna fyrir mikilli fjölgun útkalla þar sem erlendir ferðamenn lenda í vandræðum á hálendinu eða á ógreiðfærari vegum landsins.

Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að aukningin sé jafnvel þúsund prósent. Hann telur að þessa aukningu megi rekja til slæms veðurfars í vetur en miklir umhleypingar hafa verið og oft mikið hvassviðri.

„Ég held til að mynda að við séum búnir að sækja flesta ef ekki alla þá hópa sem hafa reynt að ganga á Vatnajökul það sem af er árinu,“ sagði Jónas. Nú þegar er búið að aðstoða sex hópa á Vatnajökli og er það meira en allt síðasta ár. Jónas segir að þrátt fyrir að flestir sem fara upp á hálendið séu vanir göngum og vel búnir virðist íslensk náttúra erfið viðureignar. „Við þurftum til dæmis að hjálpa manni sem hefur gengið á báða pólana og flest hæstu fjöll heims,“ sagði Jónas. Hann segir að tjöld sem talin eru til þeirra bestu þoli oft ekki rokið á hálendinu.

Á laugardaginn lentu tveir vanir göngumenn frá Belgíu í hættu á Vatnajökli. Þeir báðu um aðstoð þar sem tjald þeirra rifnaði og þeir sáu ekki fram á að geta lifað nóttina af vegna kulda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert