Myndband við framlag Íslendinga í Evróvisjón var frumsýnt kl. 12 í verslun Vodafone í Skútuvogi. Tökur, klipping og eftirvinnsla á tónlistarmyndbandinu við evróvisjónlagið „Mundu eftir mér“, með Grétu Salóme og Jónsa, fóru fram í síðustu viku.
Greta og Jónsi gáfu viðstöddum eiginhandaráritanir. Lagið er flutt á ensku í myndbandinu. Það heitir Never Forget í enskri útgáfu.
Myndbandið má sjá á vef Vodafone.