Ný Dögun hjá breiðfylkingu

Fundað um samstarf og sættir Borgararhreyfingarinnar og Hreyfingarinnar.
Fundað um samstarf og sættir Borgararhreyfingarinnar og Hreyfingarinnar.

„Stærstu tíðindi dagsins eru auðvitað kjör stjórnlagaráðsmannanna tveggja, Lýðs Árnasonar og Gísla Tryggvasonar, inn í flokkinn,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, ráðsmaður í úrskurðarnefnd Dögunar, nýstofnaðs stjórnmálaflokks sem áður bar vinnuheitið Breiðfylkingin.

Fullt nafn nýja flokksins er Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Síðari stofnfundur hinna nýju samtaka fór fram í gær.

Kjörnir aðalmenn í framkvæmdaráð Dögunar eru auk Lýðs og Gísla þau Helga Þórðardóttir, Þórður Björn Sigurðsson og Finnbogi Vikar. Fyrsti varamaður er Þórdís B. Sigurþórsdóttir. Að sögn Friðriks munu svo bætast við tveir með slembivali þegar aðildafélögin hafa gengið inn í heild sinni. Er þar átt við Hreyfinguna, Borgarahreyfinguna og Frjálslynda flokkinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert