Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þegar Sigurjón kveður sér hljóðs sem siðbætandi stjórnmálamaður rifjast upp fyrir mér hve ákaft hann studdi málstað Baugsmanna á tíma Baugsmálsins,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni um þátttöku Frjálslynda flokksins og formanns hans, Sigurjóns Þórðarsonar, í nýrri stjórnmálahreyfingu sem fengið hefur nafnið Dögun.

Vísar Björn þar til skrifa Sigurjóns á heimasíðu sinni í dag um að baráttan á Íslandi eigi ekki eftir að snúast um hægri eða vinstri heldur hvort áfram verði sérhagsmuna- og klíkusamfélag.

„Það fer slíkum manni ekki vel að þykjast andstæðingur sérhagsmuna- og klíkusamfélags. Önnur eins klíka hefur ekki hreiðrað um sig í íslensku samfélagi og sú sem myndaðist í kringum Baugsmenn. Sigurjón vílaði ekki fyrir sér að taka málstað hennar,“ segir Björn.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert