Leggja þarf fram nýja þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs.
Verður hún að hljóta samþykki Alþingis fyrir mánaðarlok ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningum í lok júní, en slík tillaga hefur enn ekki verið lögð fram.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Birgir Ármannsson alþingismaður gagnrýnir þá tímaþröng sem málið er komið í og hið flókna ferli sem því hefur verið mótað.