Afturkölluðu nauðungaruppboð hjá Vítisenglum

Félagsheimili Vítisengla í Hafnarfirði.
Félagsheimili Vítisengla í Hafnarfirði. mbl.is/Golli

Nauðungarsala sem Hafnarfjarðarbær hafði krafist á húsnæði sem hýsir félagsheimili Vítisengla var afturkölluð í febrúar eftir að kom í ljós að galli var á kröfu bæjarins.

Félagsheimili Vítisengla er við Gjáhellu 5 í Hafnarfirði. Húsið er í iðnaðarhverfi suðvestur af Vallahverfi og í fasteignaskrá er notkun skráð „iðnaður“. Eigandi þess er félagið H.V. Fjárfestingar. Félagsheimilið er um 200 fermetrar að stærð og er fasteignamatið tæplega 20 milljónir.

Nauðungarsala á þessari eign var auglýst 7. september 2011 og var gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarbær vegna vangoldinna fasteignagjalda. Skuldin nam 1,2 milljónum króna.

Norrænir vítisenglar hafa stundum reynt að komast inn í landið.
Norrænir vítisenglar hafa stundum reynt að komast inn í landið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert