„Allt verðlaust“

mbl.is

„Í öðru orðinu eig­um við að vera að hugsa um um­hverf­is­vernd og þetta dýr­mæta og fal­lega land en svo eig­um við að grafa skurði til þess að urða sorp.“

Þetta seg­ir Eygló Kristjáns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Skaft­ár­hrepps, um nýj­ar breyt­ing­ar á reglu­gerð um brennslu úr­gangs sem fela það í sér að sérá­kvæði um starf­andi sorp­brennslu­stöðvar hafa verið felld úr gildi.

„Þessi stefna geng­ur ekki upp, það verður að taka heild­stætt á mál­inu fyr­ir allt landið í heild,“ seg­ir Eygló en að sögn henn­ar verður sorp­brennslu­stöðinni á Kirkju­bæj­arklaustri senni­lega lokað 1. des­em­ber næst­kom­andi ef eng­in stefnu­breyt­ing verður af hálfu stjórn­valda í þessu máli.

„Það er mjög sorg­legt að á tíu árum séu al­gjör um­skipti. Stöðin er opnuð fyr­ir tíu árum sem besti kost­ur­inn við förg­un á sorpi,“ seg­ir Eygló sem tel­ur þessi um­skipti fá­rán­leg og bæt­ir við: „Við erum með helj­ar­inn­ar fjár­fest­ing­ar og hvað eig­um við að gera við lán­in á þessu? Hverfa þau?“ Að sögn Eygló­ar kost­ar svona sorp­brennslu­stöð marga tugi millj­óna og því séu slík­ar stöðvar sett­ar upp til framtíðar en ekki sem til­rauna­verk­efni í örfá ár. „Með einni reglu­gerðarbreyt­ingu er allt verðlaust,“ seg­ir Eygló.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, tek­ur í svipaðan streng en hann gagn­rýn­ir stjórn­völd fyr­ir að staldra ekki við og at­huga heild­aráhrif­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert