Borin undir þjóðina

Magnús Orri (t.v.) á Alþingi.
Magnús Orri (t.v.) á Alþingi. mbl.is/Golli

Tím­inn sem Alþingi hef­ur til að af­greiða nokk­ur stór­mál er orðinn afar stutt­ur, aðeins fimm vinnu­dag­ar fram að mánaðamót­um. Bæði Sam­fylk­ing­in og VG hafa lagt mikla áherslu á að af­greiða til­lög­ur um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu.

Einnig þarf að ná niður­stöðu um stjórn­ar­skrár­málið og ramm­a­áætl­un. Loks má nefna sölu á rík­is­eign­um en í fjár­lög­um er gert ráð fyr­ir sjö millj­arða tekj­um af sölu.

Þing­flokks­fund­ir voru á Alþingi í gær. Magnús Orri Schram, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að fjallað hefði verið meðal ann­ars um frum­varp ráðherra um sölu rík­is­eigna.

„Við leggj­um of­urá­herslu á að ljúka þess­um mál­um fyr­ir vorið,“ sagði Magnús. „Stjórn­ar­skrár­málið er á dag­skrá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þings­ins á morg­un [í dag] og þar er unnið sam­kvæmt áætl­un. Nefnd­in er búin að taka við hug­mynd­um stjórn­lagaráðs og viðbrögðum við þeim og fjallað verður um þau á fundi nefnd­ar­inn­ar. Við stefn­um að því að geta borið til­lög­urn­ar und­ir þjóðina sam­fara for­seta­kosn­ing­um í sum­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert