Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram

Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs um að þjóðar­at­kvæðagreiðsla fari fram sam­hliða for­seta­kosn­ing­um 30. júní..

Eft­ir­far­andi spurn­ing­ar verði born­ar upp í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni:
 1. Viltu að til­laga stjórn­lagaráðs verði lögð fram sem frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá eft­ir að hún hef­ur verið yf­ir­far­in með til­liti til laga og alþjóðasamn­inga?
           
 2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkr­um efn­is­leg­um spurn­ing­um um nýja stjórn­ar­skrá. Viltu að í nýrri stjórn­ar­skrá Íslands verði:

1. Nátt­úru­auðlind­ir lýst­ar þjóðar­eign?

2. Ákvæði um þjóðkirkju Íslend­inga óbreytt frá því sem nú er?

3.  Per­sónu­kjör í kosn­ing­um til Alþing­is heim­ilað í meira mæli en nú er?

4. Ákvæði um að at­kvæði kjós­enda alls staðar að af land­inu vegi jafnt?

5. Ákvæði um að til­tekið hlut­fall kosn­inga­bærra manna geti kraf­ist þess að mál fari í þjóðar­at­kvæðagreiðslu?
Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlut­fall ætti að vera? 10%, 15% eða 20%.

Sjá til­lög­una og grein­ar­gerðina

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert