Már: Krónan hjálpaði Íslandi

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson

Sveigjanleiki í gengi krónunnar er einn þeirra þátta sem stutt hafa við endurreisn íslensks efnahagslífs eftir efnahagshrunið 2008. Þetta er skoðun Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Í fyrirlestri í París 7. mars sl. ræddi Már þær leiðir sem Íslendingar hafa farið eftir efnahagshrunið  og hafa glærurnar sem hann studdist við verið birtar á vef Seðlabanka Íslands.

Már ræddi þar um „íslenska módelið“ og hvernig einkabankar hefðu verið látnir falla, sparifjáreigendur teknir fram yfir hlutabréfaeigendur, tap bankanna ekki verið sent til almennings, gengi krónu sýnt sveigjanleika, einkaneysla tryggt vöxt til skemmri tíma, skuldir einkageirans endurskipulagðar og loks gjaldeyrishöft hefðu samanlagt lagst á eitt í viðsnúningnum.

Fyrirlestur Más má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert