„Það er gríðarlegur áhugi á gisti- og veitingahúsum sem eru vel rekin og eru í miðbænum og laða að ferðamenn,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Domus Nova.
Nýlega auglýsti fasteignasalan gistiheimilið Loka á Lokastíg í miðborg Reykjavíkur og hafa þegar yfir tuttugu aðilar sett sig í samband vegna þessa.
„Þeir gistihúseigendur sem ég hef talað við segjast hafa tekið herbergi sem þeir hafa haft á langtímaleigu yfir veturinn og fært þau yfir í leigu til ferðamanna.“
Þá hafa margir þegar sett sig í samband við fasteignasöluna vegna veitingastaða í miðbænum sem auglýstir voru til sölu um helgina.