Meginmarkmið VG

Hörður Ingimarsson
Hörður Ingimarsson

„Ég vil ráðleggja Steingrími J. að taka sér ferð norðaustur á Font og ganga hálendið á ný til Reykjaness og hugsa sinn gang og ganga úr skugga um hvort hann á sér nokkra leið til baka úr þeim ógöngum, sem hann er búinn að setja sig í og flokk VG þar sem hann var kjörinn til forustu á liðnu hausti“, segir Hörður Ingimarsson, einn af stofnendum VG í grein í Morgunblaðinu í dag.

Það er enginn „vegur til framtíðar“ í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, segir Hörður. Það er ekkert „gagnsæi og heiðarleiki“ það er ekkert „norrænt velferðarsamfélag“ það er öllum almenningi ljóst.

Hörður kemur víða við í grein sinni en hana má lesa í blaðinu í heild í dag. Í niðurlaginu segir hann m.a.: „Menn sem verja ekki sín helgustu vé eiga að víkja, þeir hafa misst trúnað og traust fjölmargra félaga sinna og skv. skoðanakönnunum helming kjósenda sinna. Forustan hefur brugðist öllum meginmarkmiðum sem Vinstri græn voru stofnuð til. Það er brýnt að skipta um forustu hjá VG og boða til kosninga þegar í haust. Að ári gætum við hreinlega þurrkast út af Alþingi Íslendinga“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert