„Við sem berjumst gegn hvalveiðunum af dýraverndunarástæðum eigum erfitt með að skilja að veiðarnar skuli fá að þrífast í skjóli vinstristjórnar og í skjóli sjávarútvegsráðherra sem tilheyra stjórnmálaflokki sem er skilgreindur sem náttúru- og umhverfisverndarflokkur og ber þá stefnu í nafni sínu,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi, í grein á vefritinu Smugan.is.
Í greininni gagnrýnir Sigursteinn Vinstrihreyfinguna - græns framboð fyrir að leggjast ekki gegn hvalveiðum og telur það einkum skýrast af andstöðu flokksins við inngöngu í Evrópusambandið en sambandið vill að Íslendingar hætti veiðunum, en Sigursteinn er meðal annars fyrrverandi formaður VG í Kópavogi.
Þá segir tengir hann afstöðu VG gagnvart hvalveiðum ennfremur við þjóðernisöfga og vísar þar í fyrrverandi sjávarútvegsráðherra flokksins. „Jón Bjarnason setti opinberlega samasem merki á milli sjálfstæðis Íslands og hvalveiðanna sem var auðvitað ekkert annað en öfgasinnuð þjóðernisstefna í stíl við flokka yst á hægri kanti stjórnmála en í andstöðu við sjónarmið náttúruverndar og dýravelferðar.“