Verðum að draga úr ægivaldi lyfjaiðnaðarins

Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur á ráðstefnu Félagsráðgjafafélags Íslands …
Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur á ráðstefnu Félagsráðgjafafélags Íslands í morgun.

„Þung­lyndi er helsta ástæða ör­orku í heim­in­um. Ástæðan get­ur ekki verið breyt­ing á erfðamengi manns­ins, það er stöðugra en það. Hluti skýr­ing­ar­inn­ar hlýt­ur að liggja í sam­fé­lags­gerðinni, sam­keppni, ein­stak­lings­hyggju,“ sagði Stein­dór J. Erl­ings­son, líf- og vís­inda­sagn­fræðing­ur í er­indi sem hann flutti á aðal­fundi Fé­lags­ráðgjafa­fé­lags Íslands á Grand hót­eli í morg­un und­ir yf­ir­skrift­inni „Geis­ar þung­lynd­is­far­ald­ur“.

Stein­dór sagði að lík­legt væri að fjöldi þeirra sem greind­ust með geðrask­an­ir myndi vaxa mjög á kom­andi árum. 

Frá 1990 hef­ur tíðni geðrask­ana næst­um því tvö­fald­ast hér á landi og Stein­dór spurði hvers vegna hin mikla notk­un geðlyfja hér á landi hefði ekki dregið úr tíðni ör­orku af völd­um geðrask­ana.

Stein­dór sagði að lækn­is­fræðin hefði van­rækt umræðu um mis­mun­andi gerðir þung­lynd­is og að fólk brygðist mis­vel við lyfja­gjöf eft­ir því hvers kon­ar þung­lyndi væri um að ræða. Einnig þyrfti að huga bet­ur að áhrif­um um­hverf­is á þung­lyndi.

„Lyfja­fyr­ir­tæk­in hafa sætt sig við veika virkni þung­lynd­is­lyfja og að þau hafa eng­an hag af því að rann­saka und­ir­gerðir,“ sagði Stein­dór. Hann sagði sam­skipti lækna við lyfjaiðnaðinn hafa áhrif á ávís­an­ir þeirra og að til­tek­inn menn­ing væri ræktuð strax í lækna­deild um sam­skipti lækna og lyfjaiðnaðar­ins.

Hann sagðist vera í sam­starfi við tvo þing­menn, Eygló Harðardótt­ur og Mar­gréti Tryggva­dótt­ur um gerð frum­varps um sam­skipti lækna og lyfja­fyr­ir­tækja.

„Ef við ætl­um að fara nýj­ar leiðir í meðferð geðsjúk­dóma, þá verðum við að draga úr ægi­valdi lyfjaiðnaðar­ins,“ sagði Stein­dór.

Lág fé­lags­leg staða er áhættuþátt­ur

Hann talaði um rann­sókn­ir sem miða að því að skýra hvers vegna ein­stak­ling­ar með háa fé­lags­lega stöðu leiði til betri heilsu og lengra lífs. Þung­lyndi og rask­an­ir gæti or­sak­ast af ytri þátt­um eins og lágri fé­lags­legri stöðu og því gæti verið væn­legra að fást við þær með breyttri fé­lags­gerð en með lyfja­gjöf.

„Eft­ir því sem ójöfnuður eykst verður erfiðara fyr­ir þá sem standa höll­um fæti að halda í við sam­fé­lagið og van­líðan allra eykst.“ 

Höf­um kok­g­leypt banda­ríska hug­mynda­fræði

„Ein­stak­lings­hyggju­sam­fé­lagið býr til fé­lags­legt svöðusár og þessi þróun hef­ur gengið lengst í Banda­ríkj­un­um og það kem­ur því ekki á óvart að tíðni geðrask­ana sé þar hæst í heim­in­um. Og við höf­um kok­g­leypt þeirra hug­mynda­fræði þar sem verið er að lyfja fé­lags­leg vanda­mál en ekki lækn­is­fræðileg vanda­mál,“ sagði Stein­dór.

„Við þurf­um að hugsa upp á nýtt hvernig sam­fé­lags­gerð við vilj­um búa við. Ójöfnuður er sundr­andi og heilsu­spill­andi,“ sagði Stein­dór. „All­ir hafa heilsu­fars­leg­an ávinn­ing af aukn­um jöfnuði, ekki bara þeir fá­tæku.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert