Ásgeir Theódórs: Með skimun björgum við mannslífum

Ásgeir Theódórs
Ásgeir Theódórs

„Baráttan gegn ristilkrabbameini er mikilvæg og verður að halda áfram, en marsmánuður er helgaður þessari baráttu víða um heim", segir Ásgeir Theódórs, meltingarlæknir, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að mörg undanfarin ár hafi athyglinni verið beint að þessum sjúkdómi. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafi lítið aðhafst til að fyrirbyggja sjúkdóminn og fækka dauðsföllum af hans völdum, þrátt fyrir að ristil- og endaþarmskrabbamein sé þriðja algengasta krabbameinið hér á landi.

„Með skimun björgum við mannslífum, bætum lífsgæði og spörum okkar févana þjóð stórar fjárhæðir. Mun það sannfæra þá vantrúuðu sem ráða ferðinni í þessum efnum?" spyr Ásgeir Theódórs í grein sinni sem lesa má í heild í blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert