Ásmundur Einar: Bættar samgöngur efla byggð

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

„Sú staðreynd að gert er ráð fyrir litlum sem engum framkvæmdum á stórum landsvæðum auk lítils fjármagns til viðhalds á næstu 10-15 árum eru alvarleg skilaboð bæði fyrir íbúa einstakra landshluta, sveitarfélög, verktakafyrirtæki víðsvegar um landið, aðila í ferðaþjónustu o.fl.,“ segir Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hér er Ásmundur Einar að vitna til samgönguáætlunar fyrir árin 2011 til 2022 sem ríkisstjórnin lagði fram í byrjun árs. Í grein sinni segir Ásmundur að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir því að tekjur af ökutækjum nemi 54 milljörðum. Þar af er ráðgert að tekjur ríkissjóðs af eldsneyti nemi 21 milljarði en skatttekjur vegna vörugjalds á eldsneyti hafa hækkað um 163% frá árinu 2008. Í heildina hafa skattar á eldsneyti hækkað um 71,81%.

Á sama tíma er einungis 15,7 milljörðum varið til vegagerðar, segir Ásmundur Einar en grein hans má lesa í heild í blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert