Framkvæmdir í fullum gangi

Búnaður vegna eflingar lofthreinsibúnaðar álversins í Straumsvík er byrjaður að berast til landsins. Á búnaðurinn að minnka flúorlosun á hvert framleitt tonn af áli.

Á föstudaginn var kom til hafnar í Hafnarfjarðarhöfn skip frá Kína með hluta af nýju lofthreinsistöðvunum. Seinna skipið er væntanlegt í apríl, segir í tilkynningu.

Búnaðurinn er fyrirferðarmikill. Alls er um að ræða hátt í 300 einingar sem vega yfir 1.000 tonn. Búnaðurinn var fluttur á átta vörubílum til Straumsvíkur og bróðurparturinn settur niður rétt austan við aðveitustöð álversins.

Ístak sá um að afferma og flytja búnaðinn frá höfninni til Straumsvíkur og mun jafnframt setja hann upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert