Hugmyndin um að Ísland taki upp Kanadadal hefur verið sett á ís að sögn Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Í viðtali við Dow Jones-fréttaveituna í dag segir Steingrímur að hugmyndin hafi miklu frekar verið tilgáta en raunveruleiki. Hann segist dást að því hvernig Kanadamenn hafi tekið á efnahagsmálum undanfarin ár en hugmynd um að yfirgefa krónuna fyrir dalinn væri ekki uppi á borðinu.
Hann segir ríkisstjórnina miklu frekar glíma nú við það hvort halda eigi krónunni eða taka upp evruna ef Ísland gengur í Evrópusambandið.