Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi

Verksmiðja CRI í Svartsengi við Grindavík.
Verksmiðja CRI í Svartsengi við Grindavík.

Fyrirtækið Carbon Recycling International ehf. (CRI) og Sorpa kanna nú í sameiningu möguleikann á því að reisa og reka verksmiðju sem framleiðir fljótandi ökutækjaeldsneyti, metanól, úr sorpi af höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum mjög bjartsýnir á þetta verkefni. Við höfum verið að vinna með erlendum aðilum sem hafa prófað þessa tækni, þannig að við sjáum engin mikil ljón í veginum,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvort hann telji meiri eða minni líkur á að framleiðslan verði að raunveruleika.

„Ef að líkum lætur verður þetta alveg ný verksmiðja frekar en að þetta yrði viðbót við verksmiðjuna við Svartsengi og það er fleira sem kemur þar inn í myndina því þetta er það mikið magn að við viljum vera nálægt höfn og hafa auðveldara aðgengi að dreifileiðum í kringum borgina,“ segir Benedikt.

Að hans sögn er hægt að framleiða töluvert magn af metanóli hér á landi en stefnt er að því að nýja verksmiðjan framleiði allt að 50 milljónir lítra á ári. Bílafloti landsins notar um 350 milljónir lítra af eldsneyti á ári, þar af um 200 milljónir lítra af bensíni og um 150 milljónir lítra af dísilolíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert