Ögmundur með fyrirvara vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann gæti ekki stutt þingsályktunartillögu um að tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verði lögð í þjóðaratkvæði í sumar nema spurt væri um leið hvort þjóðin væri samþykk því að ekki yrði heimilt í nýrri stjórnarskrá að leggja mál er vörðuðu fjárhagslegar eða alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins í dóm kjósenda.

Þar sagðist Ögmundur vera að vísa til mála líkt og til að mynda Icesave-málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert