Fóru með 22.000 farþega að skoða norðurljósin árið 2011

Norðurljós yfir Straumsvík.
Norðurljós yfir Straumsvík. mbl.is/Sigurgeir

„Þetta hef­ur verið al­veg með ólík­ind­um eft­ir ára­mót og trekk í trekk höf­um við farið með 500 farþega og allt að tæp­lega 800, þegar mest var.“

Þetta seg­ir Þór­ar­inn Þór, sölu- og markaðsstjóri Kynn­is­ferða, um mikla vakn­ingu í áhuga er­lendra ferðamanna á norður­ljós­un­um.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Kynn­is­ferðir hafa boðið upp á norður­ljósa­ferðir til margra ára, en fyr­ir­tækið fór fyrst að markaðssetja þær með mark­viss­um hætti árið 2008. Þór­ar­inn seg­ir að það fari vissu­lega eft­ir veðri hvert farið sé, en þau fylg­ist vel með skýja­hulu­spá og „hringj­um í kunn­ingja og vini á bæj­um á Suður­landi, Mýr­um og á Suður­nesj­un­um til að sjá hvert vit er að fara.

Þetta er alls staðar að, en áber­andi lang­mest Bret­ar. Ég hugsa að þeir séu ná­lægt 45% af þess­um farþegum,“ seg­ir Þór­ar­inn aðspurður um hvaðan flest­ir farþeg­arn­ir komi og bæt­ir við: „Á breska markaðnum höf­um við verið að vinna gríðarlega mikið með Icelanda­ir og tekið þátt í markaðssetn­ingu með þeim fyr­ir breska markaðinn.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert