Fóru með 22.000 farþega að skoða norðurljósin árið 2011

Norðurljós yfir Straumsvík.
Norðurljós yfir Straumsvík. mbl.is/Sigurgeir

„Þetta hefur verið alveg með ólíkindum eftir áramót og trekk í trekk höfum við farið með 500 farþega og allt að tæplega 800, þegar mest var.“

Þetta segir Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri Kynnisferða, um mikla vakningu í áhuga erlendra ferðamanna á norðurljósunum.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Kynnisferðir hafa boðið upp á norðurljósaferðir til margra ára, en fyrirtækið fór fyrst að markaðssetja þær með markvissum hætti árið 2008. Þórarinn segir að það fari vissulega eftir veðri hvert farið sé, en þau fylgist vel með skýjahuluspá og „hringjum í kunningja og vini á bæjum á Suðurlandi, Mýrum og á Suðurnesjunum til að sjá hvert vit er að fara.

Þetta er alls staðar að, en áberandi langmest Bretar. Ég hugsa að þeir séu nálægt 45% af þessum farþegum,“ segir Þórarinn aðspurður um hvaðan flestir farþegarnir komi og bætir við: „Á breska markaðnum höfum við verið að vinna gríðarlega mikið með Icelandair og tekið þátt í markaðssetningu með þeim fyrir breska markaðinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert