Batamerkin ekki sterk

Vinnumarkaðurinn er tekinn að glæðast eftir erfið misseri þótt batamerkin …
Vinnumarkaðurinn er tekinn að glæðast eftir erfið misseri þótt batamerkin séu ekki sterk. mbl.is/RAX

Vinnu­markaður­inn er tek­inn að glæðast eft­ir erfið miss­eri í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Þetta er skoðun Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra sem sendi frá sér til­kynn­ingu í til­efni þess að gögn Hag­stofu Íslands sýna að 1.100 færri séu nú án at­vinnu en í fe­brú­ar 2011.

„Fjöldi fyr­ir­tækja skar niður yf­ir­vinnu og lækkaði starfs­hlut­fall til þess að halda sjó eft­ir hrunið án þess að segja upp fólki. Nú sjást merki um að þau séu að ná vopn­um sín­um. Fyr­ir­tæk­in byrja á því að nýta bet­ur fa­stráðið fólk og bæta svo von­andi við mannafl­ann eft­ir því sem hag­vöxt­ur­inn glæðist.“

Spurður um þessi um­mæli svar­ar Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, því til að störf­um sé líka að fækka. „Það er aug­ljóst að það eru að verða til ný störf. Því miður er það líka þannig að störf leggj­ast af. Sá hag­vöxt­ur sem mæl­ist er m.a. drif­inn af einka­neyslu og skýrist öðru frem­ur af inn­lausn sér­eigna­sparnaðar og minni sparnaði. Mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar sýna því miður að á móti þessu já­kvæða sem er að ger­ast í at­vinnu­líf­inu, t.d. sjáv­ar­út­vegi og ferðaþjón­ustu, held­ur ým­is­legt annað áfram að koðna niður.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Óskar Guðmunds­son: Ha?
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert