Elín Pálmadóttir: Bílferju þörf úr Vesturbæ

„Eitt það allra vitlausasta sem þessi þjóð hefur gert – og er af nægu að taka – að færa alla flutninga af sjó og upp á ófullburða vegi,“ skrifar Elín Pálmadóttir blaðamaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Það fjallar hún um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að komi til náttúruhamfara séu íbúar Seltjarnarness og Vesturbæjar lokaðir inni þar sem ekki séu nema tvær greiðar útgönguleiðirnar frá þeim bæjarhlutum.
„Með sömu framhaldandi tappahindrunum á umferð gegn um miðborgina með lokunum og einstefnuakstri á götubútum – sem Vesturgötuspottinn og nú síðast Suðurgötuspottinn eru æpandi dæmi um – á ástandið sýnilega bara eftir að hraðversna. Ég var svoddan græningi að halda að þegar „aðalumferðaræðin“ fram hjá Hörpu með nægum bílastæðum og bílakjallara væri frágengin, yrði sú leið hindrunarlítil. En nú er þar kominn í ljós enn einn tappinn af Sæbrautinni með tveimur umferðarljósum á vondum hlykk, svo bílarnir þjappast saman á milli.“
Elín bendir á að nú þegar Vestmannaeyjar hafi fengið loforð ráðherra fyrir nýju ferjuskipi þá hljóti Herjólfur að losna til annarra þakklátari verka.
„Í allri auðmýkt er ég því að fara fram á afnot af vannýttri ferju og höfnum,“ segir Elín Pálmadóttir, en greinina má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka