Íhaldssemi bjargaði Íslendingum

Árbæjarsafn
Árbæjarsafn mbl.is/Hjörtur

Þegar ald­ir harðæris gengu í garð á síð-miðöld­um á Íslandi varð það eyþjóðinni til bjarg­ar að halda fast í gaml­ar hefðir. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar á ís­lenskri menn­ingu sem birt er í fræðirit­inu út­breidda, Proceed­ings of the Nati­onal Aca­demy of Sciences.

Sagt er frá rann­sókn­inni á eðlis­fræðivefn­um Physorg.

Rann­sökuðu jarðlög­in

Kem­ur þar fram að vís­inda­menn­irn­ir hafi rann­sakað hvernig Íslend­ing­ar brugðust við mik­illi fækk­un íbú­anna vegna kuldatíðar og eld­gosa. Var það gert með því að greina lög af jarðvegi og ösku og leita í þeim að vís­bend­ing­um um lífs­skil­yrðin og lifnaðar­hætt­ina.

„Íslenskt sam­fé­lag var á þess­um tíma bæði íhalds­samt og mjög þraut­seigt. Við heyr­um iðulega af því hvernig sam­fé­lög þurfa að vera sveigj­an­leg. Í þessu til­viki virðist hins veg­ar sem andstaða við breyt­ing­ar hafi hjálpað þessu fólki að ná sér furðufljótt eft­ir plág­ur og aðlaga sig að breyt­ing­um á lofts­lag­inu,“ seg­ir dr. Rich­ard Streeter, for­víg­ismaður rann­sókn­ar­inn­ar, í sam­tali við áður­nefnd­an vef.

Sama grein­ing og í Collap­se

Meg­in niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar, að Íslend­ing­ar hafi verið íhalds­sam­ir and­spæn­is erfiðleik­um, er ekki byggð á nýrri hug­mynd.

Þannig má nefna að banda­ríski met­sölu­höf­und­ur­inn Jared Diamond, höf­und­ur bók­ar­inn­ar Collap­se, yf­ir­grips­mik­ils fræðirits um ris og hnign­un sam­fé­laga, til­tók sér­stak­lega í bók­inni að Íslend­ing­ar væru íhalds­sam­ir í frá­sögn sinni af landi og þjóð.

En Ísland er tekið fyr­ir í bók­inni Collap­se sem dæmi um hvernig gróðurþekja var lögð í rúst, m.a. vegna of­beit­ar.

Margt varð til að fækka íbú­um eyj­unn­ar bláu og ber þar ef til vill hæst móðuharðind­in en fram kem­ur á Wikipediu að talið sé að fimmt­ung­ur þjóðar­inn­ar hafi far­ist og 75% búfjár drep­ist á hinum ör­laga­ríku árum 1783-85.

En móða eða eit­urgufa lagðist á jörðina og gras sviðnaði þegar Skaft­áreld­ar ógnuðu mönn­um og dýr­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert