Sjávarútvegsfrumvarpið var ekki tekið fyrir í þingflokkum stjórnarflokkanna

mbl.is/Brynjar Gauti

Þingflokkar stjórnarflokkanna tóku nýtt frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ekki til umræðu í gær eins og til stóð.

Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra voru skuldamál heimilanna eina málið sem þingflokkarnir ræddu í gær og komust ýmis önnur stórmál, á borð við stjórnlagaráð, Vaðlaheiðargöng og fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, því ekki á dagskrá.

Fram kemur í starfsáætlun á vef Alþingis að þingið komi saman í dag og svo dagana 28. og 29. mars nk. og eru því þrír þingfundir eftir í mánuðinum að deginum í dag meðtöldum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert