Afþakkar pólitískan hræðsluáróður

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Ernir

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist vonast til þess að umræðan um nýjan Landspítala verði umræða um útlit og innihald í endurnýjuðu húsnæði en ekki hræðsluáróður með gömlum, pólitískum frösum. Þetta kemur fram í föstudagspistli forstjórans.

„Enn einn áfangi í áttina að endurnýjun húsnæðis okkar náðist þegar skipulagsráð Reykjavíkur ákvað að setja af stað kynningu á deiliskipulagstillögunni, eftir margra mánaða umfjöllun innan ráðsins.

Það er óskandi að sem flestir kynni sér þetta mál og skoði á faglegum grunni. Nú ættum við að fara að beina umræðunni að þeirri starfsemi sem fyrirhugað er að hafa í nýju byggingunni.  Ekki veitir af endurnýjuninni, sjúklinganna vegna, öryggis sjúklinganna vegna og vegna framþróunar á starfsemi. Það húsnæði sem spítalinn rekur starfsemi sína í dag er dreift og algjörlega ófullnægjandi fyrir sjúklinga og starfsfólk, hvort sem litið er til dagsins í dag eða til framtíðar,“ skrifar Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert