Agnes og Sigurður með flest atkvæði

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson.
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ljósmynd/Árni Svanur

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson hlutu flest atkvæði í kjörinu til biskups Íslands. Því verður kosið milli þeirra tveggja í annarri umferð og er gert ráð fyrir að kjörgögn vegna þess verði send út 2. apríl.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn nú rétt í þessu hlaut sr. Agnes alls 131 atkvæði (27,5%) en sr. Sigurður 120 atkvæði (25,2). Í þriðja sæti var sr. Sigríður Guðmarsdóttir með 76 atkvæði (16%).

Frambjóðendur í biskupskjöri voru 8 talsins. Á eftir þremur efstu sætunum féllu atkvæði sem hér segir:

Örn Bárður Jónsson með 49 atkvæði (10,3%)
Kristján Valur Ingólfsson með 37 atkvæði (7,8%)
Gunnar Sigurjónsson með 33 atkvæði (6,9%)
Þórhallur Heimisson með 27 atkvæði (5,7%)
Þórir Jökull Þorsteinsson með 2 atkvæði. (0,4%)

1 seðill var auður og ógildur. Loks hlaut Arnfríður Guðmundsdóttir 1 atkvæði, en hún var þó ekki formlega í framboði. 

Alls greiddu 477 atkvæði en 501 voru á kjörskrá og kjörsókn var því 95%. 

Þriggja daga kærufrestur tekur nú við. Berist engar kærur verða prentaðir kjörseðlar fyrir seinni umferð og er þess vænst að þeir geti farið í póst 2. apríl.

Talning atkvæða fór fram á lofti Dómkirkjunnar í dag. Í …
Talning atkvæða fór fram á lofti Dómkirkjunnar í dag. Í kjörstjórn sitja Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður, formaður Halla Bachmann Ólafsdóttir lögfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands Karl M. Kristjánsson aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis Mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert