Spilun á póker á netinu nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Nú er svo komið að tugir íslenskra pókerspilara hafa þessa iðju að atvinnu.
Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að dæmi sé um mann sem á þessu ári hefur unnið jafnvirði um níu milljóna króna.
Netpókerspilari, sem Morgunblaðið ræddi við, hefur grætt um 12 milljónir króna á þeim tveimur árum sem hann hefur haft netpóker að atvinnu. Hann er 24 ára gamall og býr hjá foreldrum sínum. Hann spilar póker í um 30 tíma á viku en ekkert um helgar.